Fótbolti

Bolt æfir með Dortmund

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ef Bolt verður knattspyrnumaður þá er óneitanlega líklegt hann fagni mörkum sínum með sinni frægu stellingu
Ef Bolt verður knattspyrnumaður þá er óneitanlega líklegt hann fagni mörkum sínum með sinni frægu stellingu Vísir/Getty
Spretthlauparinn Usain Bolt mun fara á reynslu til þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund.

Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi og mun mæta til æfinga með þýska liðinu í mars. Hann stefnir þó á að fá samning hjá Manchester United.

Íþróttavöruframleiðandinn Puma er styrktaraðili bæði Bolt og Dortmund og skipulagði æfingarnar. Hlauparinn meiddist aftan í læri í síðasta spretthlaupi sínu á ferlinum, en segist vera orðinn heill heilsu.

„Ég mun æfa með Dortmund og það sker um hvað ég geri með þann feril. Ef þeir segja að ég sé góður en vanti bara smá æfingu þá mun ég gera það,“ sagði Bolt í viðtali við Express.

„Minn stærsti draumur er að semja við Manchester United. Ef Dortmund segir að ég sé nógu góður þá mun ég fara og æfa. Ég hef rætt við Alex Ferguson og hann sagðist sjá hvað hann geti gert ef ég kem mér í form.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.