Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2018 11:22 Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hafa Jón Viðar og hans menn lokað fimm húsum sem skilgreinast sem iðnaðarhúsnæði, en töluverður fjöldi fólks bjó í. Þáttur Helga Seljan í gær um íslenskt þrælahald hefur vakið mikil viðbrögð. Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár. Kjaramál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár.
Kjaramál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira