Gæðingadómarafélagið gagnrýnir afskipti stjórnar Landsmóts af dómaravalinu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 08:15 Alls eiga 132 hross rétt til þátttöku í fullorðinsflokkum í gæðingakeppninni í ár. Aðsent/Landsmót Landsmót hestamanna hefst á keppnissvæði Fáks í Víðidal í dag og er búist við um 10.000 gestum á mótið í ár. Mikil óánægja er innan Gæðingadómarafélagsins varðandi skipun yfirdómara á Landsmótið í ár vegna fyrri agabrota hans og augljósra hagsmunaárekstra. Er talið að afskipti stjórnar Landsmóts, mótsstjóra Landsmóts og stjórnar Landssambands hestamannafélaga af skipun yfirdómara dragi úr trúverðugleika dómarastarfi og að ekki hafi verið staðið faglega að valinu. Stjórn Gæðingadómarafélagsins sendi fjölmiðlum yfirlýsingu vegna málsins og harmar þar afskiptin af dómaravalinu í ár. „Nauðsynlegt er að dómgæsla á Landsmóti sé hafin yfir allann vafa um hlutdrægni eða hagsmunatengsl og því mikilvægt að faglega sé staðið að vali á þeim dómurum sem dæma Landsmót hverju sinni. Stjórn Gæðingadómarafélags LH leggur mikla vinnu í það að velja hæfasta hópinn til að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að dæma bestu gæðinga landsins. Mikilvægt er að það val sé faglegt og framkvæmt af þeim sem besta yfirsýn hafa yfir dómara landsins og það er án efa stjórn GDLH.“´Augljósir hagsmunaárekstrar Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Landsmótsins hafi sent bréf þar sem sérstaklega var óskað eftir Sigurði Ævarssyni í starf yfirdómara. „Bréf þetta barst áður en GDLH hafði lagt dómaralistann fyrir. Ekkert fordæmi er fyrir því að stjórn/framkvæmdanefnd LM fari að skipta sér af skipun yfirdómara enda hreinlega óleyfilegt samkvæmt reglum LH að gera það áður en dómaralistinn hefur verið samþykktur og það skal tekið fram að áðurnefndur dómari var ekki á þeim lista.“ Samkvæmt frétt á vef Hestafrétta taldi stjórnin Sigurð ekki hæfan í starf yfirdómara, meðal annars vegna áminninga sem hann hefur hlotið frá Aganefnd LH. Einnig sé um ákveðna hagsmunaárekstra að ræða þar sem hann er einnig yfirmaður keppnisnefndar LH en keppnisnefndin skal meðal annars fara yfir skýrslur yfirdómnefnda móta til yfirsýnar á ágreiningsefnum sem upp kunna að koma.Mikil óánæja ríkir innan Gæðingadómarafélagsins um val á yfirdómara Landsmótsins.Aösent/LandsmótFordæmalaus afskipti Í yfirlýsingunni frá Gæðingadómarafélaginu kemur fram að sá dómaralisti sem félagið lagði fyrir dómaranefnd LH hafi verið skipaður margreyndum Landsdómurum sem flestir höfðu þekkingu og reynslu til að starfa sem yfirdómari. 14 einstaklingar voru á listanum. „Tillaga GDLH á yfirdómara og eftirlitsdómara var gerð að vel athuguðu máli. Þess vegna eru vinnubrögð mótsstjóra, stjórnar LM og stjórnar LH óeðlileg og til þess eins að fallinn að skapa óeiningu og efasemdir um hlutleysi yfirdómara.“ Ólafur Árnason stjórnarmaður í Gæðingadómarafélaginu sendi yfirlýsingu inn á Facebook síðu félagsins vegna málsins fyrr í mánuðinum og sagðist þar hafa ákveðið að dæma ekki á Landsmótinu í ár vegna vinnubragðanna við dómaravalið. Tók hann fram að hann bæri ekki traust til þess Sigurðar yfirdómara. „Ekkert fordæmi virðist vera fyrir því að stjórn LH eða LM fari að skipta sér af því vali, enda óumdeilanlegt að stjórn GDLH er mun hæfari til að skipa dómara, yfirdómara og eftirlitsdómara heldur en stjórnir LH og LM. Það kemur fram í lögum LH, að framkvæmdanefnd LM hafi rétt til að starfi í samráði við dómaranefnd við val á yfirdómara. Það val ber hins vegar að byggja á dómaralista sem samþykktur er af dómaranefnd LH.“ Ber ekki traust til yfirdómarans Ólafur segir að stjórn Landsmótsins hafi lagt hart að stjórninni að velja ákveðinn einstakling í stöðu yfirdómara áður en dómaralisti hafði verið birtur. „Það er mikið undir á Landsmóti og því mikilvægt að allir dómarar, og sérstaklega yfirdómari, séu hafnir yfir allan grun um óeðlileg vinnubrögð eða hagsmuni. Í mínum huga finnst mér ferlið í kringum skipun yfirdómara á Landsmót 2018, alls ekki hafið yfir þann grun, heldur frekar gera þá stöðu tortryggilega.“ Hann segir að þetta hljóti að vekja upp spurningar um það hvaða hagsmunir liggi þarna að baki. „Ég hef dæmt undanfarin Landsmót og mér var sýndur sá heiður að vera valinn í dómarateymi Landsmóts 2018. En í ljósi þeirra starfshátta sem ég hef útlistað hér að ofan, þá hef ég tekið þá ákvörðun að dæma ekki Landsmót 2018 þó ég hafi hafi haft mikinn áhuga á því að gera það. Tel ég að áðurnefnd vinnubrögð stjórna LM og LH dragi úr trúverðugleika á faglegu vali dómarateymisins auk þess sem ég ber ekki traust til þess yfirdómara sem valinn var í starfið af stjórn LM enda ekki faglega staðið að því vali.“ Tengdar fréttir Eiga von á 10.000 gestum á Landsmót Landsmót hestamanna hefst á morgun á keppnissvæði Fáks í Víðidal. 30. júní 2018 11:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Landsmót hestamanna hefst á keppnissvæði Fáks í Víðidal í dag og er búist við um 10.000 gestum á mótið í ár. Mikil óánægja er innan Gæðingadómarafélagsins varðandi skipun yfirdómara á Landsmótið í ár vegna fyrri agabrota hans og augljósra hagsmunaárekstra. Er talið að afskipti stjórnar Landsmóts, mótsstjóra Landsmóts og stjórnar Landssambands hestamannafélaga af skipun yfirdómara dragi úr trúverðugleika dómarastarfi og að ekki hafi verið staðið faglega að valinu. Stjórn Gæðingadómarafélagsins sendi fjölmiðlum yfirlýsingu vegna málsins og harmar þar afskiptin af dómaravalinu í ár. „Nauðsynlegt er að dómgæsla á Landsmóti sé hafin yfir allann vafa um hlutdrægni eða hagsmunatengsl og því mikilvægt að faglega sé staðið að vali á þeim dómurum sem dæma Landsmót hverju sinni. Stjórn Gæðingadómarafélags LH leggur mikla vinnu í það að velja hæfasta hópinn til að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að dæma bestu gæðinga landsins. Mikilvægt er að það val sé faglegt og framkvæmt af þeim sem besta yfirsýn hafa yfir dómara landsins og það er án efa stjórn GDLH.“´Augljósir hagsmunaárekstrar Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Landsmótsins hafi sent bréf þar sem sérstaklega var óskað eftir Sigurði Ævarssyni í starf yfirdómara. „Bréf þetta barst áður en GDLH hafði lagt dómaralistann fyrir. Ekkert fordæmi er fyrir því að stjórn/framkvæmdanefnd LM fari að skipta sér af skipun yfirdómara enda hreinlega óleyfilegt samkvæmt reglum LH að gera það áður en dómaralistinn hefur verið samþykktur og það skal tekið fram að áðurnefndur dómari var ekki á þeim lista.“ Samkvæmt frétt á vef Hestafrétta taldi stjórnin Sigurð ekki hæfan í starf yfirdómara, meðal annars vegna áminninga sem hann hefur hlotið frá Aganefnd LH. Einnig sé um ákveðna hagsmunaárekstra að ræða þar sem hann er einnig yfirmaður keppnisnefndar LH en keppnisnefndin skal meðal annars fara yfir skýrslur yfirdómnefnda móta til yfirsýnar á ágreiningsefnum sem upp kunna að koma.Mikil óánæja ríkir innan Gæðingadómarafélagsins um val á yfirdómara Landsmótsins.Aösent/LandsmótFordæmalaus afskipti Í yfirlýsingunni frá Gæðingadómarafélaginu kemur fram að sá dómaralisti sem félagið lagði fyrir dómaranefnd LH hafi verið skipaður margreyndum Landsdómurum sem flestir höfðu þekkingu og reynslu til að starfa sem yfirdómari. 14 einstaklingar voru á listanum. „Tillaga GDLH á yfirdómara og eftirlitsdómara var gerð að vel athuguðu máli. Þess vegna eru vinnubrögð mótsstjóra, stjórnar LM og stjórnar LH óeðlileg og til þess eins að fallinn að skapa óeiningu og efasemdir um hlutleysi yfirdómara.“ Ólafur Árnason stjórnarmaður í Gæðingadómarafélaginu sendi yfirlýsingu inn á Facebook síðu félagsins vegna málsins fyrr í mánuðinum og sagðist þar hafa ákveðið að dæma ekki á Landsmótinu í ár vegna vinnubragðanna við dómaravalið. Tók hann fram að hann bæri ekki traust til þess Sigurðar yfirdómara. „Ekkert fordæmi virðist vera fyrir því að stjórn LH eða LM fari að skipta sér af því vali, enda óumdeilanlegt að stjórn GDLH er mun hæfari til að skipa dómara, yfirdómara og eftirlitsdómara heldur en stjórnir LH og LM. Það kemur fram í lögum LH, að framkvæmdanefnd LM hafi rétt til að starfi í samráði við dómaranefnd við val á yfirdómara. Það val ber hins vegar að byggja á dómaralista sem samþykktur er af dómaranefnd LH.“ Ber ekki traust til yfirdómarans Ólafur segir að stjórn Landsmótsins hafi lagt hart að stjórninni að velja ákveðinn einstakling í stöðu yfirdómara áður en dómaralisti hafði verið birtur. „Það er mikið undir á Landsmóti og því mikilvægt að allir dómarar, og sérstaklega yfirdómari, séu hafnir yfir allan grun um óeðlileg vinnubrögð eða hagsmuni. Í mínum huga finnst mér ferlið í kringum skipun yfirdómara á Landsmót 2018, alls ekki hafið yfir þann grun, heldur frekar gera þá stöðu tortryggilega.“ Hann segir að þetta hljóti að vekja upp spurningar um það hvaða hagsmunir liggi þarna að baki. „Ég hef dæmt undanfarin Landsmót og mér var sýndur sá heiður að vera valinn í dómarateymi Landsmóts 2018. En í ljósi þeirra starfshátta sem ég hef útlistað hér að ofan, þá hef ég tekið þá ákvörðun að dæma ekki Landsmót 2018 þó ég hafi hafi haft mikinn áhuga á því að gera það. Tel ég að áðurnefnd vinnubrögð stjórna LM og LH dragi úr trúverðugleika á faglegu vali dómarateymisins auk þess sem ég ber ekki traust til þess yfirdómara sem valinn var í starfið af stjórn LM enda ekki faglega staðið að því vali.“
Tengdar fréttir Eiga von á 10.000 gestum á Landsmót Landsmót hestamanna hefst á morgun á keppnissvæði Fáks í Víðidal. 30. júní 2018 11:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Eiga von á 10.000 gestum á Landsmót Landsmót hestamanna hefst á morgun á keppnissvæði Fáks í Víðidal. 30. júní 2018 11:00