Flokkur fólksins boðar mikla flugeldasýningu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2018 08:00 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir stöðu margra í samfélaginu miklu verri en ráðamenn haldi fram. Vísir/Anton Brink „Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira