Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Jóhanns en tilgangur hans er að styrkja ung tónskáld til náms og verkefna.
Jóhann lést í Berlín þann 9. febrúar, 48 ára að aldri en hann átti glæstan tónlistarferil að baki. Hafði hann á undanförnum árum skapað sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára.
Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammyverðlauna fyrir tónlistina.
Árið 2015 var hann einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival.
Jóhann var á árum áður virkur í hljómsveitarlífinu á Ísland í hljómsveitunum Ham og Apparat Organ Quartet en var líklegast best þekktur fyrir kvikmyndatónlist sína.
Jóhanns var minnst um heim allan í kjölfar andláts hans, meðal annars á Óskarsverðlaununum um liðna helgi.




