Settu sölubann á ólöglegan fjölskyldupakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 21:15 Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“ Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“
Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01