Eins dags vinnuhópur á að skila tillögum til úrbóta Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 21:23 Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira