Nýju þjálfararnir í NFL-deildinni töpuðu allir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 11:30 Derek Carr, leikstjórnandi Oakland Raiders talar við þjálfara sinn Jon Gruden. Vísir/Getty Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra. NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra.
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira