Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2018 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02