Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2018 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02