Sport

Gruden að taka við Oakland Raiders

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gruden er hann þjálfaði Raiders síðast.
Gruden er hann þjálfaði Raiders síðast. vísir/getty
Sjónvarpsmaðurinn skemmtilegi hjá ESPN, Jon Gruden, er á leið aftur í NFL-deildina. Hann mun væntanlega taka við liði Oakland Raiders sem hann þekkir vel.

Gruden þjálfaði lið Oakland frá 1998 til 2001. Starfið er laust þar sem félagið rak Jack del Rio á sunnudag.

Svo æstur er Mark Davis, eigandi Raiders, að fá Gruden í starfið að hann er sagður vera til í að bjóða honum hlut í félaginu ofan á himinhá laun fyrir að þjálfa þetta skemmtilega lið sem senn flyst yfir til Las Vegas.

Lið Oakland olli miklum vonbrigðum í vetur með því að vinna aðeins sex leiki en tapa tíu. Það býr miklu meira í því og Gruden er ætlað að kveikja neistann sem vantaði að þessu sinni.

Gruden vann Super Bowl með Tampa Bay í upphafi aldarinnar en hefur farið á kostum hjá ESPN síðustu ár og hafnað nokkrum tilboðum þar sem honum hefur liðið vel í sjónvarpinu. Þetta tilboð er aftur á móti sagt vera of freistandi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×