Sátu fyrir góðkunningja lögreglunnar á Kársnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2018 13:30 Lögregla beið og sá hvort einhver myndi sækja fíkniefnin undir bílnum við grjótgarðinn á Kársnesi. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar. Lögreglumál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar.
Lögreglumál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira