Haley Joel Osment var í byrjun síðasta áratugar „sæti krakkinn“ í mörgum bíómyndum; The Sixth sense, A.I., Pay it forward, Forrest Gump og fleirum. Síðan þá hefur ekki mikið sést til hans nema í alls konar aukahlutverkum hér og þar.
Hann komst þó í fréttirnar á mánudaginn þegar hann var algjörlega óþolandi á flugvelli í Las Vegas. Leikarinn, sem eitt sinn var krúttlegur,missti af flugi frá Syndaborginni á sunnudaginn og var svo neitað um sæti daginn eftir.
Leikarinn á að hafa meðal annars öskrað á starfsmann flugvallarins: „Ég mun rústa þér.“ Þegar lögregla mætti á svæðið var Haley flúinn.
