Fann blóðmóður sína eftir auglýsingu í svæðismiðli í Guatemala Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 18:15 Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu í sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst Valdimarsson Það er skrítin tilfinning að hitta móður sína í fyrsta sinn í 35 ár og kynnast nýrri fjölskyldu. Þetta segir Ágúst Valdimarsson sem ferðaðist til Guatemala á milli jóla og nýárs í leit að blóðmóður sinni. Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu á sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst segir að hann hafi í október á síðasta ári byrjað að leita á netinu að upplýsingum um fjölskyldu sína. Þá hafi hann komist í samband við konu sem heitir Letty sem býr úti í Guatemala. Hún sagðist þekkja fólk í Coatepeque. Letty reyndist Ágústi afar hjálpleg þrátt fyrir að hún tali ekki ensku. Ágúst talar einhverja spænsku og gat Letty túlkað samtöl og skjöl yfir á einfaldari spænsku fyrir hann. Í kjölfarið hafði Ágúst samband við ættleiðingarstofnun í Guatemala. „Svo var það orðið þannig að stofnunin var byrjuð að finna ýmis heimilisföng þar sem fjölskyldan mín hafði átt heima og var komin með eitthvað svolítið í hendurnar en ekkert búið að finna neitt. Þá er það ekki fyrr en í nóvember að ég fer að ákveða að gera mér ferð út. Ég ákveð að fara út á milli jóla og nýárs og flýg þá til New York,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Þegar út var komið átti Ágúst fund með ættleiðingarstofnuninni. Þar hafi honum verið tjáð að hann hafi lítið mátt gera, málið væri viðkvæmt og í ferli hjá yfirvöldum þar í landi. Ágúst ákvað því að fara í heimabæ sinn ásamt vinkonu sinni Letty.Kraftaverkið, eins og Ágúst kallar það, þegar fréttatilkynningin birtist á Canal 5 Punto Rojo Coatapeque.Ágúst ValdimarssonSíðasta úrræðið virkaði Þar hafi ekki verið mikið að hafa en þó virtust einhverjir kannast við afa hans. Að lokum var þeim bent á að hafa samband við svæðisfjölmiðilinn og auglýsa eftir móðurinni. Ágúst segir að það hafi verið síðasta úrræðið og að allan tímann hafi hann grunað að fjölskylda hans hafi flutt búferlum til Bandaríkjanna. „Við förum og sendum inn fréttatilkynningu með myndum og mynd af mér. Svo var bara lesin frétt eins og bara hér heima um kvöldið. Ég var með síma og númer og svo er það ekki fyrr en svolítið seint um kvöldið að ég fæ símhringingu frá konu og hún spyr okkur hvort ég sé að leita að blóðmóður og ég segi já.“ Konan hafi þá sagst þekkja móðursystur Ágústs. Hún hafi sett sig í samband við hana áður en hún hringdi í Ágúst. Hann hafi þá farið á fund konunnar og talað við móður sína og móðursystur í síma. „Þá fann ég þau. Það var eiginlega ekki fyrr en ég setti þessa frétt í sjónvarpið að ég fann þau. Annars hefði þetta ekki gengið svona smurt fyrir sig í rauninni. Þetta var síðasta úrræðið.“Móðir Ágústs ásamt hálfsystrum hans.Ágúst ValdimarssonHann segir það hreina heppni að vinkona móðursystur sinnar hafi verið að horfa á sjónvarpið umrætt kvöld því nær öll fjölskylda hans sé flutt frá Guatemala. Móðir Ágústs býr nú í um klukkutímafjarlægð frá New York og kom hann þar við á leiðinni heim til Íslands og hitti móður sína í fyrsta sinn. En hvernig var tilfinningin að kynnast móður sinni? Hún var svolítið skrítin og ég veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Þetta voru blendnar tilfinningar. Ég var ekkert grátandi eða neitt svoleiðis, maður var rosa hissa. Það var eiginlega þannig. Hún lítur allt öðruvísi út en á myndinni með mér frá 83. Hún er ekki sama manneskjan í útliti og ég náttúrulega þekki hana ekki neitt,“ segir Ágúst. „Þannig að ég var að upplifa það að ég væri að kynnast vinkonu, maður væri að eignast nýja vinkonu en við erum farin að þróa okkar samskipti öðruvísi í gegnum Skype eða WhatsApp eða Facebook. Ég á tvo stráka og hún hefur talað við börnin mín og svona. Ég er alveg í samskiptum við frænkur mínar úti í Guatemala og Washington. Það er skrítið að vera búinn að eignast aðra fjölskyldu sem býr langt frá og um allan heim. Maður er svona eiginlega enn þá að meðtaka þetta.“ Ágúst stefnir á að halda sambandinu við fjölskyldu sína úti og að fara með syni sína út að hitta ættmenni sín í Guatemala og Bandaríkjunum seinna á þessu ári. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Það er skrítin tilfinning að hitta móður sína í fyrsta sinn í 35 ár og kynnast nýrri fjölskyldu. Þetta segir Ágúst Valdimarsson sem ferðaðist til Guatemala á milli jóla og nýárs í leit að blóðmóður sinni. Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu á sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst segir að hann hafi í október á síðasta ári byrjað að leita á netinu að upplýsingum um fjölskyldu sína. Þá hafi hann komist í samband við konu sem heitir Letty sem býr úti í Guatemala. Hún sagðist þekkja fólk í Coatepeque. Letty reyndist Ágústi afar hjálpleg þrátt fyrir að hún tali ekki ensku. Ágúst talar einhverja spænsku og gat Letty túlkað samtöl og skjöl yfir á einfaldari spænsku fyrir hann. Í kjölfarið hafði Ágúst samband við ættleiðingarstofnun í Guatemala. „Svo var það orðið þannig að stofnunin var byrjuð að finna ýmis heimilisföng þar sem fjölskyldan mín hafði átt heima og var komin með eitthvað svolítið í hendurnar en ekkert búið að finna neitt. Þá er það ekki fyrr en í nóvember að ég fer að ákveða að gera mér ferð út. Ég ákveð að fara út á milli jóla og nýárs og flýg þá til New York,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Þegar út var komið átti Ágúst fund með ættleiðingarstofnuninni. Þar hafi honum verið tjáð að hann hafi lítið mátt gera, málið væri viðkvæmt og í ferli hjá yfirvöldum þar í landi. Ágúst ákvað því að fara í heimabæ sinn ásamt vinkonu sinni Letty.Kraftaverkið, eins og Ágúst kallar það, þegar fréttatilkynningin birtist á Canal 5 Punto Rojo Coatapeque.Ágúst ValdimarssonSíðasta úrræðið virkaði Þar hafi ekki verið mikið að hafa en þó virtust einhverjir kannast við afa hans. Að lokum var þeim bent á að hafa samband við svæðisfjölmiðilinn og auglýsa eftir móðurinni. Ágúst segir að það hafi verið síðasta úrræðið og að allan tímann hafi hann grunað að fjölskylda hans hafi flutt búferlum til Bandaríkjanna. „Við förum og sendum inn fréttatilkynningu með myndum og mynd af mér. Svo var bara lesin frétt eins og bara hér heima um kvöldið. Ég var með síma og númer og svo er það ekki fyrr en svolítið seint um kvöldið að ég fæ símhringingu frá konu og hún spyr okkur hvort ég sé að leita að blóðmóður og ég segi já.“ Konan hafi þá sagst þekkja móðursystur Ágústs. Hún hafi sett sig í samband við hana áður en hún hringdi í Ágúst. Hann hafi þá farið á fund konunnar og talað við móður sína og móðursystur í síma. „Þá fann ég þau. Það var eiginlega ekki fyrr en ég setti þessa frétt í sjónvarpið að ég fann þau. Annars hefði þetta ekki gengið svona smurt fyrir sig í rauninni. Þetta var síðasta úrræðið.“Móðir Ágústs ásamt hálfsystrum hans.Ágúst ValdimarssonHann segir það hreina heppni að vinkona móðursystur sinnar hafi verið að horfa á sjónvarpið umrætt kvöld því nær öll fjölskylda hans sé flutt frá Guatemala. Móðir Ágústs býr nú í um klukkutímafjarlægð frá New York og kom hann þar við á leiðinni heim til Íslands og hitti móður sína í fyrsta sinn. En hvernig var tilfinningin að kynnast móður sinni? Hún var svolítið skrítin og ég veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Þetta voru blendnar tilfinningar. Ég var ekkert grátandi eða neitt svoleiðis, maður var rosa hissa. Það var eiginlega þannig. Hún lítur allt öðruvísi út en á myndinni með mér frá 83. Hún er ekki sama manneskjan í útliti og ég náttúrulega þekki hana ekki neitt,“ segir Ágúst. „Þannig að ég var að upplifa það að ég væri að kynnast vinkonu, maður væri að eignast nýja vinkonu en við erum farin að þróa okkar samskipti öðruvísi í gegnum Skype eða WhatsApp eða Facebook. Ég á tvo stráka og hún hefur talað við börnin mín og svona. Ég er alveg í samskiptum við frænkur mínar úti í Guatemala og Washington. Það er skrítið að vera búinn að eignast aðra fjölskyldu sem býr langt frá og um allan heim. Maður er svona eiginlega enn þá að meðtaka þetta.“ Ágúst stefnir á að halda sambandinu við fjölskyldu sína úti og að fara með syni sína út að hitta ættmenni sín í Guatemala og Bandaríkjunum seinna á þessu ári.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira