Fann blóðmóður sína eftir auglýsingu í svæðismiðli í Guatemala Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 18:15 Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu í sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst Valdimarsson Það er skrítin tilfinning að hitta móður sína í fyrsta sinn í 35 ár og kynnast nýrri fjölskyldu. Þetta segir Ágúst Valdimarsson sem ferðaðist til Guatemala á milli jóla og nýárs í leit að blóðmóður sinni. Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu á sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst segir að hann hafi í október á síðasta ári byrjað að leita á netinu að upplýsingum um fjölskyldu sína. Þá hafi hann komist í samband við konu sem heitir Letty sem býr úti í Guatemala. Hún sagðist þekkja fólk í Coatepeque. Letty reyndist Ágústi afar hjálpleg þrátt fyrir að hún tali ekki ensku. Ágúst talar einhverja spænsku og gat Letty túlkað samtöl og skjöl yfir á einfaldari spænsku fyrir hann. Í kjölfarið hafði Ágúst samband við ættleiðingarstofnun í Guatemala. „Svo var það orðið þannig að stofnunin var byrjuð að finna ýmis heimilisföng þar sem fjölskyldan mín hafði átt heima og var komin með eitthvað svolítið í hendurnar en ekkert búið að finna neitt. Þá er það ekki fyrr en í nóvember að ég fer að ákveða að gera mér ferð út. Ég ákveð að fara út á milli jóla og nýárs og flýg þá til New York,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Þegar út var komið átti Ágúst fund með ættleiðingarstofnuninni. Þar hafi honum verið tjáð að hann hafi lítið mátt gera, málið væri viðkvæmt og í ferli hjá yfirvöldum þar í landi. Ágúst ákvað því að fara í heimabæ sinn ásamt vinkonu sinni Letty.Kraftaverkið, eins og Ágúst kallar það, þegar fréttatilkynningin birtist á Canal 5 Punto Rojo Coatapeque.Ágúst ValdimarssonSíðasta úrræðið virkaði Þar hafi ekki verið mikið að hafa en þó virtust einhverjir kannast við afa hans. Að lokum var þeim bent á að hafa samband við svæðisfjölmiðilinn og auglýsa eftir móðurinni. Ágúst segir að það hafi verið síðasta úrræðið og að allan tímann hafi hann grunað að fjölskylda hans hafi flutt búferlum til Bandaríkjanna. „Við förum og sendum inn fréttatilkynningu með myndum og mynd af mér. Svo var bara lesin frétt eins og bara hér heima um kvöldið. Ég var með síma og númer og svo er það ekki fyrr en svolítið seint um kvöldið að ég fæ símhringingu frá konu og hún spyr okkur hvort ég sé að leita að blóðmóður og ég segi já.“ Konan hafi þá sagst þekkja móðursystur Ágústs. Hún hafi sett sig í samband við hana áður en hún hringdi í Ágúst. Hann hafi þá farið á fund konunnar og talað við móður sína og móðursystur í síma. „Þá fann ég þau. Það var eiginlega ekki fyrr en ég setti þessa frétt í sjónvarpið að ég fann þau. Annars hefði þetta ekki gengið svona smurt fyrir sig í rauninni. Þetta var síðasta úrræðið.“Móðir Ágústs ásamt hálfsystrum hans.Ágúst ValdimarssonHann segir það hreina heppni að vinkona móðursystur sinnar hafi verið að horfa á sjónvarpið umrætt kvöld því nær öll fjölskylda hans sé flutt frá Guatemala. Móðir Ágústs býr nú í um klukkutímafjarlægð frá New York og kom hann þar við á leiðinni heim til Íslands og hitti móður sína í fyrsta sinn. En hvernig var tilfinningin að kynnast móður sinni? Hún var svolítið skrítin og ég veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Þetta voru blendnar tilfinningar. Ég var ekkert grátandi eða neitt svoleiðis, maður var rosa hissa. Það var eiginlega þannig. Hún lítur allt öðruvísi út en á myndinni með mér frá 83. Hún er ekki sama manneskjan í útliti og ég náttúrulega þekki hana ekki neitt,“ segir Ágúst. „Þannig að ég var að upplifa það að ég væri að kynnast vinkonu, maður væri að eignast nýja vinkonu en við erum farin að þróa okkar samskipti öðruvísi í gegnum Skype eða WhatsApp eða Facebook. Ég á tvo stráka og hún hefur talað við börnin mín og svona. Ég er alveg í samskiptum við frænkur mínar úti í Guatemala og Washington. Það er skrítið að vera búinn að eignast aðra fjölskyldu sem býr langt frá og um allan heim. Maður er svona eiginlega enn þá að meðtaka þetta.“ Ágúst stefnir á að halda sambandinu við fjölskyldu sína úti og að fara með syni sína út að hitta ættmenni sín í Guatemala og Bandaríkjunum seinna á þessu ári. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Það er skrítin tilfinning að hitta móður sína í fyrsta sinn í 35 ár og kynnast nýrri fjölskyldu. Þetta segir Ágúst Valdimarsson sem ferðaðist til Guatemala á milli jóla og nýárs í leit að blóðmóður sinni. Ágúst náði að hafa upp á móður sinni eftir að hann sendi inn fréttatilkynningu á sjónvarpsstöð í heimabæ sínum Coatepeque. Ágúst segir að hann hafi í október á síðasta ári byrjað að leita á netinu að upplýsingum um fjölskyldu sína. Þá hafi hann komist í samband við konu sem heitir Letty sem býr úti í Guatemala. Hún sagðist þekkja fólk í Coatepeque. Letty reyndist Ágústi afar hjálpleg þrátt fyrir að hún tali ekki ensku. Ágúst talar einhverja spænsku og gat Letty túlkað samtöl og skjöl yfir á einfaldari spænsku fyrir hann. Í kjölfarið hafði Ágúst samband við ættleiðingarstofnun í Guatemala. „Svo var það orðið þannig að stofnunin var byrjuð að finna ýmis heimilisföng þar sem fjölskyldan mín hafði átt heima og var komin með eitthvað svolítið í hendurnar en ekkert búið að finna neitt. Þá er það ekki fyrr en í nóvember að ég fer að ákveða að gera mér ferð út. Ég ákveð að fara út á milli jóla og nýárs og flýg þá til New York,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Þegar út var komið átti Ágúst fund með ættleiðingarstofnuninni. Þar hafi honum verið tjáð að hann hafi lítið mátt gera, málið væri viðkvæmt og í ferli hjá yfirvöldum þar í landi. Ágúst ákvað því að fara í heimabæ sinn ásamt vinkonu sinni Letty.Kraftaverkið, eins og Ágúst kallar það, þegar fréttatilkynningin birtist á Canal 5 Punto Rojo Coatapeque.Ágúst ValdimarssonSíðasta úrræðið virkaði Þar hafi ekki verið mikið að hafa en þó virtust einhverjir kannast við afa hans. Að lokum var þeim bent á að hafa samband við svæðisfjölmiðilinn og auglýsa eftir móðurinni. Ágúst segir að það hafi verið síðasta úrræðið og að allan tímann hafi hann grunað að fjölskylda hans hafi flutt búferlum til Bandaríkjanna. „Við förum og sendum inn fréttatilkynningu með myndum og mynd af mér. Svo var bara lesin frétt eins og bara hér heima um kvöldið. Ég var með síma og númer og svo er það ekki fyrr en svolítið seint um kvöldið að ég fæ símhringingu frá konu og hún spyr okkur hvort ég sé að leita að blóðmóður og ég segi já.“ Konan hafi þá sagst þekkja móðursystur Ágústs. Hún hafi sett sig í samband við hana áður en hún hringdi í Ágúst. Hann hafi þá farið á fund konunnar og talað við móður sína og móðursystur í síma. „Þá fann ég þau. Það var eiginlega ekki fyrr en ég setti þessa frétt í sjónvarpið að ég fann þau. Annars hefði þetta ekki gengið svona smurt fyrir sig í rauninni. Þetta var síðasta úrræðið.“Móðir Ágústs ásamt hálfsystrum hans.Ágúst ValdimarssonHann segir það hreina heppni að vinkona móðursystur sinnar hafi verið að horfa á sjónvarpið umrætt kvöld því nær öll fjölskylda hans sé flutt frá Guatemala. Móðir Ágústs býr nú í um klukkutímafjarlægð frá New York og kom hann þar við á leiðinni heim til Íslands og hitti móður sína í fyrsta sinn. En hvernig var tilfinningin að kynnast móður sinni? Hún var svolítið skrítin og ég veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Þetta voru blendnar tilfinningar. Ég var ekkert grátandi eða neitt svoleiðis, maður var rosa hissa. Það var eiginlega þannig. Hún lítur allt öðruvísi út en á myndinni með mér frá 83. Hún er ekki sama manneskjan í útliti og ég náttúrulega þekki hana ekki neitt,“ segir Ágúst. „Þannig að ég var að upplifa það að ég væri að kynnast vinkonu, maður væri að eignast nýja vinkonu en við erum farin að þróa okkar samskipti öðruvísi í gegnum Skype eða WhatsApp eða Facebook. Ég á tvo stráka og hún hefur talað við börnin mín og svona. Ég er alveg í samskiptum við frænkur mínar úti í Guatemala og Washington. Það er skrítið að vera búinn að eignast aðra fjölskyldu sem býr langt frá og um allan heim. Maður er svona eiginlega enn þá að meðtaka þetta.“ Ágúst stefnir á að halda sambandinu við fjölskyldu sína úti og að fara með syni sína út að hitta ættmenni sín í Guatemala og Bandaríkjunum seinna á þessu ári.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira