Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 15:45 Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Vísir/GVA Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi en hann er ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. Maðurinn hefur setið nánast óslitið í gæsluvarhaldi síðan og verður í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar næstkomandi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Laust eftir klukkan fimm aðfaranótt 3. desember hafi lögreglu verið tilkynnt að mikil öskur bærust frá konu sem stödd væri fyrir utan hús í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Sagði hún þeim að fyrrverandi sambýlismaður sinn hefði tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitund. Maðurinn var handtekinn á vettvangi. Skýrsla var tekin af konunni þá um nóttina og síðan aftur á lögreglustöð þremur dögum síðar. Lýsti hún atvikum þá með sama hætti, það er að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitun. Maðurinn hafi hins vegar neitað sök. Í málinu liggur fyrir skýrsla Sebastian Kunz, réttarmeinafræðings, sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslunnar segir meðal annars: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Eins og áður segir mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi út þennan mánuð og málið á hendur honum verður þingfest í héraðsdómi á morgun. Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi en hann er ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. Maðurinn hefur setið nánast óslitið í gæsluvarhaldi síðan og verður í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar næstkomandi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Laust eftir klukkan fimm aðfaranótt 3. desember hafi lögreglu verið tilkynnt að mikil öskur bærust frá konu sem stödd væri fyrir utan hús í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Sagði hún þeim að fyrrverandi sambýlismaður sinn hefði tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitund. Maðurinn var handtekinn á vettvangi. Skýrsla var tekin af konunni þá um nóttina og síðan aftur á lögreglustöð þremur dögum síðar. Lýsti hún atvikum þá með sama hætti, það er að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitun. Maðurinn hafi hins vegar neitað sök. Í málinu liggur fyrir skýrsla Sebastian Kunz, réttarmeinafræðings, sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslunnar segir meðal annars: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Eins og áður segir mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi út þennan mánuð og málið á hendur honum verður þingfest í héraðsdómi á morgun.
Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42