Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 06:00 Ólafía Hrönn, oft kölluð Lolla, er alveg miður sín vegna atviksins og vonar að allt sé í góðu lagi. vísir/valli Þorrablót íþróttafélagsins Stjörnunnar var haldið með pomp og prakt á bóndadaginn, síðastliðinn föstudag, í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ. Blótið var að venju fjölmennt en allt að þúsund manns gerðu sér þar glaðan dag. Dagskrá var með hefðbundnum hætti, leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Lolla eins og hún er gjarnan kölluð, sá um veislustjórn eins og henni einni er lagið. Þegar komið var að sölu happdrættismiða dró til tíðinda. Við gefum Lollu orðið. „Ég var að hvetja gesti til að kaupa sem flesta happdrættismiða og fékk Lúðvík Steinarsson lögmann til liðs við mig en hann er formaður þorrablótsnefndarinnar. Við vorum með æft atriði – ég sem sagt tók hann upp á fótunum og sneri honum á hvolf til að hrista krónurnar úr vösunum. Þetta átti að vera sýnikennsla í því hvernig hægt væri að tæma alla vasa með sem hröðustum hætti og hvatning til happdrættismiðakaupa. Við höfðum æft þetta daginn áður og þá gekk þetta vel. En svo á kvöldinu sjálfu steig ég í skyrtuna hans og þá rann ég til og missi hann í gólfið með höfuðið niður. Hann fékk högg á hnakkann. Ég er algjörlega í rusli yfir þessu – svona höfuðhögg geta verið stórhættuleg.“ Það vakti undrun blaðamanns að leikkonan vílaði ekki fyrir sér að hífa fullorðinn karlmann upp á fótunum og hrista hann til – var hann ekki þungur? „Hann tók í, ég viðurkenni það. Ég er alveg eyðilögð vona að hann nái sér sem fyrst og að þetta hafi ekki haft neinar alvarlegar afleiðingar,“ segir Ólafía Hrönn og bað fyrir góðar kveðjur til Lúðvíks og Stjörnumanna. Lúðvík brást vel við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið og sagði að engu sérstöku væri við að bæta og kvaðst því miður ekki eiga mynd af atburðinum, hefði gjarnan viljað sjá þetta á mynd. „Þetta var bara óhapp. Ég er óbrotinn, búinn að fara í myndatöku, en lemstraður eins og gefur að skilja. Ég verð örugglega fljótur að ná mér og verð orðinn jafngóður ef ekki betri áður en ég veit af. Ég er nú vanur að gera ýmislegt fyrir íþróttafélagið mitt Stjörnuna – eigum við ekki bara að segja að ég hafi tekið „one for the team“,“ segir Lúðvík sem var mjög ánægður með þorrablótið og sagði það vel heppnað þetta árið líkt og endranær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Þorrablót íþróttafélagsins Stjörnunnar var haldið með pomp og prakt á bóndadaginn, síðastliðinn föstudag, í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ. Blótið var að venju fjölmennt en allt að þúsund manns gerðu sér þar glaðan dag. Dagskrá var með hefðbundnum hætti, leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Lolla eins og hún er gjarnan kölluð, sá um veislustjórn eins og henni einni er lagið. Þegar komið var að sölu happdrættismiða dró til tíðinda. Við gefum Lollu orðið. „Ég var að hvetja gesti til að kaupa sem flesta happdrættismiða og fékk Lúðvík Steinarsson lögmann til liðs við mig en hann er formaður þorrablótsnefndarinnar. Við vorum með æft atriði – ég sem sagt tók hann upp á fótunum og sneri honum á hvolf til að hrista krónurnar úr vösunum. Þetta átti að vera sýnikennsla í því hvernig hægt væri að tæma alla vasa með sem hröðustum hætti og hvatning til happdrættismiðakaupa. Við höfðum æft þetta daginn áður og þá gekk þetta vel. En svo á kvöldinu sjálfu steig ég í skyrtuna hans og þá rann ég til og missi hann í gólfið með höfuðið niður. Hann fékk högg á hnakkann. Ég er algjörlega í rusli yfir þessu – svona höfuðhögg geta verið stórhættuleg.“ Það vakti undrun blaðamanns að leikkonan vílaði ekki fyrir sér að hífa fullorðinn karlmann upp á fótunum og hrista hann til – var hann ekki þungur? „Hann tók í, ég viðurkenni það. Ég er alveg eyðilögð vona að hann nái sér sem fyrst og að þetta hafi ekki haft neinar alvarlegar afleiðingar,“ segir Ólafía Hrönn og bað fyrir góðar kveðjur til Lúðvíks og Stjörnumanna. Lúðvík brást vel við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið og sagði að engu sérstöku væri við að bæta og kvaðst því miður ekki eiga mynd af atburðinum, hefði gjarnan viljað sjá þetta á mynd. „Þetta var bara óhapp. Ég er óbrotinn, búinn að fara í myndatöku, en lemstraður eins og gefur að skilja. Ég verð örugglega fljótur að ná mér og verð orðinn jafngóður ef ekki betri áður en ég veit af. Ég er nú vanur að gera ýmislegt fyrir íþróttafélagið mitt Stjörnuna – eigum við ekki bara að segja að ég hafi tekið „one for the team“,“ segir Lúðvík sem var mjög ánægður með þorrablótið og sagði það vel heppnað þetta árið líkt og endranær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira