Seldu fasteignina sem öskraði endurtekið á viðhald og búa nú hamingjusöm í húsbíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 11:00 Ástin snýst ekki um fermetra segja hjónakornin. Vísir Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag. Húsnæðismál Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag.
Húsnæðismál Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira