Segir metsölu á skötu í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. desember 2018 13:31 Ekki eru allir hrifnir af skötulyktinni. Ljóst er að mörg heimili munu ilma af skötu í dag en metsala hefur verið á skötu í ár að sögn framkvæmdastjóra Fiskikóngsins. Þar að auki hófst sala mun fyrr en vanalega. Á fjölmörgum heimilum er rótgróin hefð að borða skötu á Þorláksmessu. Ljóst er að ekki líkar öllum hefðin en við greindum frá því í vikunni að alvarlegar nágrannerjur vegna skötulyktar lendi reglulega á borði húseigendafélagsins. Óvinum skötunnar bregður því eflaust í brún við að heyra að metsala hafi verði af skötu í ár en framkvæmdastjóri Fiskikóngsins sér um 20-25% aukningu á milli ára. „Skötusalan hefur yfirleitt verið að fara í gang svona um 19. desember, en í ár byrjaði hún um 13. desember, sem er mjög óvanalegt. Þorláksmessa ber ekki alltaf upp á sama dag. Núna er hún á sunnudegi sem gerir það að verkum að fyrirtæki og stofnanir eru ekki með skötu í hádeginu og þá eldar fólk hana frekar heima hjá sér sem og á veitingahúsinu. Ástæðuna veit ég svo sem ekki en ég hugsa að Íslendingar vilji einfaldlega halda upp á góðar hefðir,“ sagði Kristján Berg, framkvæmdastjóri Fiskikóngsins. 22. desember er ár hvert söluhæsti dagurinn en búist er við því að salan verði einnig góð í dag, að minnsta kosti fram að miðjum degi. „Til marks um það hvað það er mikið að gera að þá eru vanalega 3-4 að selja fisk dags daglega. En við erum 15 í dag, þrátt fyrir lítinn fermetrafjölda í búðinni. Það er mikil stemning, fólk er glatt og ég óska öllum gleðilegra jóla,“ sagði Kristján. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ljóst er að mörg heimili munu ilma af skötu í dag en metsala hefur verið á skötu í ár að sögn framkvæmdastjóra Fiskikóngsins. Þar að auki hófst sala mun fyrr en vanalega. Á fjölmörgum heimilum er rótgróin hefð að borða skötu á Þorláksmessu. Ljóst er að ekki líkar öllum hefðin en við greindum frá því í vikunni að alvarlegar nágrannerjur vegna skötulyktar lendi reglulega á borði húseigendafélagsins. Óvinum skötunnar bregður því eflaust í brún við að heyra að metsala hafi verði af skötu í ár en framkvæmdastjóri Fiskikóngsins sér um 20-25% aukningu á milli ára. „Skötusalan hefur yfirleitt verið að fara í gang svona um 19. desember, en í ár byrjaði hún um 13. desember, sem er mjög óvanalegt. Þorláksmessa ber ekki alltaf upp á sama dag. Núna er hún á sunnudegi sem gerir það að verkum að fyrirtæki og stofnanir eru ekki með skötu í hádeginu og þá eldar fólk hana frekar heima hjá sér sem og á veitingahúsinu. Ástæðuna veit ég svo sem ekki en ég hugsa að Íslendingar vilji einfaldlega halda upp á góðar hefðir,“ sagði Kristján Berg, framkvæmdastjóri Fiskikóngsins. 22. desember er ár hvert söluhæsti dagurinn en búist er við því að salan verði einnig góð í dag, að minnsta kosti fram að miðjum degi. „Til marks um það hvað það er mikið að gera að þá eru vanalega 3-4 að selja fisk dags daglega. En við erum 15 í dag, þrátt fyrir lítinn fermetrafjölda í búðinni. Það er mikil stemning, fólk er glatt og ég óska öllum gleðilegra jóla,“ sagði Kristján.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira