„Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 08:12 Formaður Afstöðu segir að núverandi kerfi sporni ekki við nægilega vel við endurkomu fanga. Vísir/E.Ól Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér. Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér.
Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00