„Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 08:12 Formaður Afstöðu segir að núverandi kerfi sporni ekki við nægilega vel við endurkomu fanga. Vísir/E.Ól Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér. Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér.
Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum