Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira