Íslenskuprófessor ósáttur við orðið epalhommi: „Ég get bara næstum farið að gráta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Íslenskuprófessorinn Guðrún Kvaran gagnrýnir harðlega að orðið epalhommi hafi verið valið orð ársins 2017. Orðið sé bæði niðrandi og særandi en Guðrún skipar sig þannig í hóp með fleirum sem gagnrýnt hafa þetta umdeilda orð ársins. Það var Hildur Lilliendahl sem fyrst notaði orðið um Sindra Sindrason, fréttamann á Stöð 2, í framhaldi af viðtali sem hann tók við formann Samtaka um líkamsvirðingu. Viðmælandi sagði Sindra vera mann í forréttindastöðu en Sindri svaraði fyrir sig meðþví að telja upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð og það var þá sem orðið leit fyrst dagsins ljós á samfélagsmiðlum. Daginn eftir birtist opnuauglýsing í blöðunum frá versluninni Epal sem skartaði mynd af sex þekktum samkynhneigðum karlmönnum í versluninni. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus ííslensku við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem orðið epalhommi barst í tal. „Ég get bara næstum farið að gráta. Mér fannst þetta alveg skelfilegt orð og mér finnst Ríkisútvarpið ekki geta leyft sér að velja orð sem getur sært heilan hóp manna og ég fékk fjölda símhringinga, og þar á meðal tvær frá samkynhneigðum körlum, og þeir voru báðir mjög sárir og sögðu, „ef við kaupum ekki hjá Epal, ef við verslum í Ikea, erum við þá Ikea-hommar? Á að stimpla okkur eftir því hvar við verslum?“ sagði Guðrún í Bítinu í morgun. „Það voru mörg önnur góð orð, það þurfti ekki að taka þetta, en þetta er í tísku núna að tala við homma og ég hef ekkert á móti því, ég á góða vini sem eru samkynhneigðir en ég vil ekki láta fara svona með þá.“ Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Íslenskuprófessorinn Guðrún Kvaran gagnrýnir harðlega að orðið epalhommi hafi verið valið orð ársins 2017. Orðið sé bæði niðrandi og særandi en Guðrún skipar sig þannig í hóp með fleirum sem gagnrýnt hafa þetta umdeilda orð ársins. Það var Hildur Lilliendahl sem fyrst notaði orðið um Sindra Sindrason, fréttamann á Stöð 2, í framhaldi af viðtali sem hann tók við formann Samtaka um líkamsvirðingu. Viðmælandi sagði Sindra vera mann í forréttindastöðu en Sindri svaraði fyrir sig meðþví að telja upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð og það var þá sem orðið leit fyrst dagsins ljós á samfélagsmiðlum. Daginn eftir birtist opnuauglýsing í blöðunum frá versluninni Epal sem skartaði mynd af sex þekktum samkynhneigðum karlmönnum í versluninni. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus ííslensku við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem orðið epalhommi barst í tal. „Ég get bara næstum farið að gráta. Mér fannst þetta alveg skelfilegt orð og mér finnst Ríkisútvarpið ekki geta leyft sér að velja orð sem getur sært heilan hóp manna og ég fékk fjölda símhringinga, og þar á meðal tvær frá samkynhneigðum körlum, og þeir voru báðir mjög sárir og sögðu, „ef við kaupum ekki hjá Epal, ef við verslum í Ikea, erum við þá Ikea-hommar? Á að stimpla okkur eftir því hvar við verslum?“ sagði Guðrún í Bítinu í morgun. „Það voru mörg önnur góð orð, það þurfti ekki að taka þetta, en þetta er í tísku núna að tala við homma og ég hef ekkert á móti því, ég á góða vini sem eru samkynhneigðir en ég vil ekki láta fara svona með þá.“
Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48
Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30