Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Móðir drengs sem fæddist með klofinn góm hefur fengið ítrekaða neitun um niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands þar sem meinið sést ekki utan á honum. Fjölskyldan, sem býr í Vestmannaeyjum, hefur greitt rúma milljón fyrir meðferð drengsins auk ferðakostnaðar til Reykjavíkur til að hitta sérfræðinga. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um fall bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers en í dag eru tíu ár liðin frá því að bankinn varð gjaldþrota og markaði þetta upphaf hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Þá verður sagt frá framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng og kynjaverum í Laugardalshöll.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.