Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2018 18:13 Móðir drengs sem fæddist með klofinn góm hefur ítrekað verið neitað um niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands þar sem meinið er innvortis. Fjölskyldan, sem býr í Vestmannaeyjum, hefur greitt rúma milljón króna fyrir meðferð drengsins auk ferðakostnaðar til Reykjavíkur til að hitta sérfræðinga. Ragnheiður Sveinþórsdóttir eignaðist son með klofinn góm en heila vör, sem gerir það að verkum að meinið sést ekki utan á honum. Þrettán mánaða gamall fór hann í aðgerð til að loka skarðinu. Afleiðingar þess konar aðgerða er að gómurinn verður stuttur og stífur og í kringum hann myndast örvefir. Þegar fram í sækir halda örvefirnir aftur af vexti efri kjálkans og börn með þennan fæðingargalla eiga á hættu að fá skúffu og líkur eru á erfiðum aðgerðum í kjölfarið sé ekki gripið snemma inn í. Börn sem fæðast með klofinn góm og skarð í vör fara ung til tannréttingasérfræðinga og greiða sjúkratryggingar 95% af kostnaðinum. Börn sem fæðast eingöngu með klofin góm njóta ekki sömu réttinda og þurfa foreldrar þeirra að greiða meðferðina úr eigin vasa. „Málið hjá okkur hefur spannað frekar langan feril. Byrjuðum í meðferðinni fyrir tveimur árum sem er að breikka góminn og toga hann fram og laga bitið. Bitvandi hjá þessum börnum er mikill útaf örvefnum í gómnum. En við erum búin að fara alla leið í stjórnsýslunni. Við erum búin að sækja um niðurgreiðslu, við erum búin að fá neitun, við erum búin að kæra það, við erum búin að kæra áfram og það eina sem hægt er að gera í dag er einfaldlega að kæra ríkið,” segir Ragnheiður móðir drengsins. Ragnheiður vonast til að málið þeirra verði skoðað áður en huga þarf að kæruferli. Umboðsmaður Alþingis hafnaði að taka málið fyrir nýverið. Hún segir brotið á syni sínum og öðrum börnum í sömu stöðu. Þau séu langveik og eigi að fá aðstoð í samræmi við það. „Okkar næstu skref eru að reyna að auka þrýstinginn. Ég veit að önnur fjölskylda er að fara með málaferli í gang þar sem kæra á ríkið. Við munum fylgjast með því ef það kemur ekkert út úr þessu núna,” segir hún. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Móðir drengs sem fæddist með klofinn góm hefur ítrekað verið neitað um niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands þar sem meinið er innvortis. Fjölskyldan, sem býr í Vestmannaeyjum, hefur greitt rúma milljón króna fyrir meðferð drengsins auk ferðakostnaðar til Reykjavíkur til að hitta sérfræðinga. Ragnheiður Sveinþórsdóttir eignaðist son með klofinn góm en heila vör, sem gerir það að verkum að meinið sést ekki utan á honum. Þrettán mánaða gamall fór hann í aðgerð til að loka skarðinu. Afleiðingar þess konar aðgerða er að gómurinn verður stuttur og stífur og í kringum hann myndast örvefir. Þegar fram í sækir halda örvefirnir aftur af vexti efri kjálkans og börn með þennan fæðingargalla eiga á hættu að fá skúffu og líkur eru á erfiðum aðgerðum í kjölfarið sé ekki gripið snemma inn í. Börn sem fæðast með klofinn góm og skarð í vör fara ung til tannréttingasérfræðinga og greiða sjúkratryggingar 95% af kostnaðinum. Börn sem fæðast eingöngu með klofin góm njóta ekki sömu réttinda og þurfa foreldrar þeirra að greiða meðferðina úr eigin vasa. „Málið hjá okkur hefur spannað frekar langan feril. Byrjuðum í meðferðinni fyrir tveimur árum sem er að breikka góminn og toga hann fram og laga bitið. Bitvandi hjá þessum börnum er mikill útaf örvefnum í gómnum. En við erum búin að fara alla leið í stjórnsýslunni. Við erum búin að sækja um niðurgreiðslu, við erum búin að fá neitun, við erum búin að kæra það, við erum búin að kæra áfram og það eina sem hægt er að gera í dag er einfaldlega að kæra ríkið,” segir Ragnheiður móðir drengsins. Ragnheiður vonast til að málið þeirra verði skoðað áður en huga þarf að kæruferli. Umboðsmaður Alþingis hafnaði að taka málið fyrir nýverið. Hún segir brotið á syni sínum og öðrum börnum í sömu stöðu. Þau séu langveik og eigi að fá aðstoð í samræmi við það. „Okkar næstu skref eru að reyna að auka þrýstinginn. Ég veit að önnur fjölskylda er að fara með málaferli í gang þar sem kæra á ríkið. Við munum fylgjast með því ef það kemur ekkert út úr þessu núna,” segir hún.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira