Sveitarfélaginu Hornafirði stefnt til að viðurkenna bótaskyldu og tjón metið á hundruð milljóna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:15 Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín. Hornafjörður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín.
Hornafjörður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira