Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:15 Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns en hann sést hér ræða við fólk á vettvangi. Vísir Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28