Mikilvægt verkefni að byggja upp traust Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2018 16:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að margt hefði áunnist á þeim áratug sem liðinn er frá efnahagshruninu árið 2008. Endurreisn efnahagslífsins hefði tekist en stjórnmálamönnum hefði ekki tekist að endurvinna traust almennings. Sagði Katrín að traust samfélagsins á stjórnmálum minna en fyrir áratug. Sagði hún það alvarlega stöðu þó að það þokist aðeins upp á við. Hún sagði það framtíðarverkefni stjórnmálamanna að endurvekja þetta traust. Þetta sagði Katrín í ávarpi sínu á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fór fram í húsakynnum bankans í dag. Hún sagði mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að líta til reynslu annarra landa og bæta talsamband stjórnmála og fjölmiðla. „Við getum gert betur þó margt hafi breyst,“ sagði Katrín.Margt breyst í þjóðarsálinni Hún sagði margt hafa breyst í þjóðarsálinni þegar hrunið átti sér stað en taldi mikilvægt að nú færi þjóðin að horfa fram á veg með því að vinna úr reynslunni og stefna upp á við. Sagði hún tækifærin rík og upp á stjórnmálamönnum og öðrum komið að samfélagið þróist áfram. Hún sagði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem nú situr kveða á um félagslegan, efnahagslegan og pólitískan stöðugleika sem sé nauðsynlegt að ná til að byggja upp traust í samfélaginu. Sagði hún margt þurfa að haldast í hendur þar, til að mynda peningastefnan, stefna ríkisstjórnarinnar og stefna almenna vinnumarkaðarins. Hún sagði mikilvægt að hið opinbera og almenni vinnumarkaðurinn sé í samtali svo hægt sé að tryggja að miðlægir kjarasamningar taki mið af efnahagsþróun. Allir bera ábyrgð í þessu að mati Katrínar þegar kemur að því að huga að þessu viðkvæma samspili milli þessara þriggja þátta.Samskiptaleysi skapar vantraust Hún sagði samskiptaleysi skapa vantraust en með hreinskiptnum samskiptum sé hægt að halda fram á veg. Einnig sé mikilvægt að aðilar þekki sín mörk og nefndi að stjórnmálamenn séu ekki kosnir til að ákveða kjör á markaði en geti skapað góða umgjörð um hann deilt gæðum. Því sé mikilvægt að allir þessir aðilar reyni að róa í sömu átt. Hún sagði mikilvægt að huga að því hvernig þjóðarkökunni er skipt því hún hefði svo sannarlega stækkað með öflugri ferðaþjónustu.Gos í Eyjafjallajökli aðalmarkaðsátakið Sagði hún ferðaþjónustuna hafa átt stóran þátt í góðu gengi í efnahagsmálum en Katrín sagðist enn muna eftir ríkisstjórnarfundi sem var haldinn í kjölfar eldgosins í Eyjafjallajökli árið 2010. Sagði hún að þar hefði niðurstaðan verið sú að ferðaþjónustan væri búin. Ákveðið var að fara í markaðsátak en Katrín sagðist eiginlega vera viss um í dag að gosið sjálft hefði verið aðalmarkaðsátakið. Hún sagði mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu innviða við náttúruperlur Íslands því að náttúruvernd væri stærsta efnahagsmálið.Séríslenskt einkenni Hún sagðist hafa nýverið átt fund með fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sagði augljóst að þeir sem eru í stjórnmálum á Íslandi í dag væru enn með hrunið í fersku minni því þegar talið bærist að björtum horfum fylgdi ávallt athugasemd frá íslenskum stjórnmálamönnum þess efnis að ýmislegt gæti farið illa. Katrín sagðist hafa reynt að útskýra fyrir fulltrúanum að um séríslenskt fyrirbæri væri að ræða og ætlaði sér að reyna að útskýra það með því að vísa í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur. Hún áttaði sig þó fljótlega á að hún hefði misst athygli fulltrúans þegar hún nefndi heiti myndarinnar en sagði þó gestum ársfundar Seðlabankans hvað hún ætlaði sér að vísa í. Um var að ræða orð leikarans Helga Skúlasonar í myndinni þegar hann sagði: „Þetta logn, það veit ekki á gott.“ Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að margt hefði áunnist á þeim áratug sem liðinn er frá efnahagshruninu árið 2008. Endurreisn efnahagslífsins hefði tekist en stjórnmálamönnum hefði ekki tekist að endurvinna traust almennings. Sagði Katrín að traust samfélagsins á stjórnmálum minna en fyrir áratug. Sagði hún það alvarlega stöðu þó að það þokist aðeins upp á við. Hún sagði það framtíðarverkefni stjórnmálamanna að endurvekja þetta traust. Þetta sagði Katrín í ávarpi sínu á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fór fram í húsakynnum bankans í dag. Hún sagði mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að líta til reynslu annarra landa og bæta talsamband stjórnmála og fjölmiðla. „Við getum gert betur þó margt hafi breyst,“ sagði Katrín.Margt breyst í þjóðarsálinni Hún sagði margt hafa breyst í þjóðarsálinni þegar hrunið átti sér stað en taldi mikilvægt að nú færi þjóðin að horfa fram á veg með því að vinna úr reynslunni og stefna upp á við. Sagði hún tækifærin rík og upp á stjórnmálamönnum og öðrum komið að samfélagið þróist áfram. Hún sagði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem nú situr kveða á um félagslegan, efnahagslegan og pólitískan stöðugleika sem sé nauðsynlegt að ná til að byggja upp traust í samfélaginu. Sagði hún margt þurfa að haldast í hendur þar, til að mynda peningastefnan, stefna ríkisstjórnarinnar og stefna almenna vinnumarkaðarins. Hún sagði mikilvægt að hið opinbera og almenni vinnumarkaðurinn sé í samtali svo hægt sé að tryggja að miðlægir kjarasamningar taki mið af efnahagsþróun. Allir bera ábyrgð í þessu að mati Katrínar þegar kemur að því að huga að þessu viðkvæma samspili milli þessara þriggja þátta.Samskiptaleysi skapar vantraust Hún sagði samskiptaleysi skapa vantraust en með hreinskiptnum samskiptum sé hægt að halda fram á veg. Einnig sé mikilvægt að aðilar þekki sín mörk og nefndi að stjórnmálamenn séu ekki kosnir til að ákveða kjör á markaði en geti skapað góða umgjörð um hann deilt gæðum. Því sé mikilvægt að allir þessir aðilar reyni að róa í sömu átt. Hún sagði mikilvægt að huga að því hvernig þjóðarkökunni er skipt því hún hefði svo sannarlega stækkað með öflugri ferðaþjónustu.Gos í Eyjafjallajökli aðalmarkaðsátakið Sagði hún ferðaþjónustuna hafa átt stóran þátt í góðu gengi í efnahagsmálum en Katrín sagðist enn muna eftir ríkisstjórnarfundi sem var haldinn í kjölfar eldgosins í Eyjafjallajökli árið 2010. Sagði hún að þar hefði niðurstaðan verið sú að ferðaþjónustan væri búin. Ákveðið var að fara í markaðsátak en Katrín sagðist eiginlega vera viss um í dag að gosið sjálft hefði verið aðalmarkaðsátakið. Hún sagði mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu innviða við náttúruperlur Íslands því að náttúruvernd væri stærsta efnahagsmálið.Séríslenskt einkenni Hún sagðist hafa nýverið átt fund með fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sagði augljóst að þeir sem eru í stjórnmálum á Íslandi í dag væru enn með hrunið í fersku minni því þegar talið bærist að björtum horfum fylgdi ávallt athugasemd frá íslenskum stjórnmálamönnum þess efnis að ýmislegt gæti farið illa. Katrín sagðist hafa reynt að útskýra fyrir fulltrúanum að um séríslenskt fyrirbæri væri að ræða og ætlaði sér að reyna að útskýra það með því að vísa í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur. Hún áttaði sig þó fljótlega á að hún hefði misst athygli fulltrúans þegar hún nefndi heiti myndarinnar en sagði þó gestum ársfundar Seðlabankans hvað hún ætlaði sér að vísa í. Um var að ræða orð leikarans Helga Skúlasonar í myndinni þegar hann sagði: „Þetta logn, það veit ekki á gott.“
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira