Ráðherra hugsi yfir lélegri endingu íslenskra vega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2018 20:20 Slæmt veðurfar og umferðaraukning setti strik í reikninginn að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra. „Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“ Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira