Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 17:50 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“ Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira