Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2018 19:00 Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn. Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn.
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45