Weinstein hótaði að ráða Tarantino til að leikstýra Hringadróttinssögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2018 13:26 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og leikstjórinn Quentin Tarantino ásamt leikkonunni Golshifteh Farahani. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum. Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum.
Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42
Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40