Segir Icelandair ekki hafa sýnt fram á ávinning Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 08:00 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44
Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31