Allt í rugli hjá Steelers sem vann samt leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2018 09:30 Brown fagnar snertimarki sínu í nótt. vísir/getty Það hefur mikið gengið á utan vallar hjá Pittsburgh Steelers í vetur en í nótt náði liðið að þjappa sér saman inn á vellinum og vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þá fór liðið í sólina til Tampa Bay og vann sætan sigur, 27-30, á sjóðheitum sjóræningjum. LeVeon Bell er ekki enn farinn að spila fyrir Steelers og óljóst hvort hann gerir það. Antonio Brown var með vesen í upphafi vikunnar og svo átti þjálfarinn Mike Tomlin að hafa tapað klefanum. Það var ekki að sjá í nótt. Stóri Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, kláraði 30 af 38 sendingum sínum fyrir 353 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði svo einum bolta frá sér. Ben í banastuði.353 yards. 3 touchdowns. And a @steelers win. Big Ben's BEST PLAYS from #MNF! #PITvsTB#HereWeGopic.twitter.com/byVWKeE94I — NFL (@NFL) September 25, 2018 Antonio Brown mætti ekki á æfingar í upphafi vikunnar en hann skoraði frábært snertimark í leiknum. Ungstirnið JuJu Smith-Schuster átti enn einn 100 jarda leikinn en að þessu sinni greip hann 9 bolta fyrir 116 jördum.Nobody better.@AB84 shakes a tackle and he's got a TOUCHDOWN. #HereWeGo : #PITvsTB on ESPN pic.twitter.com/6esdzs9BES — NFL (@NFL) September 25, 2018 Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Bucs, hefur verið ótrúlegur í upphafi leiktíðar og hann skilaði stórum tölum enn eina ferðina en gerði stór mistök sem kostuðu liðið stig. Fitzpatrick, sem þeir eru byrjaðir að kalla Fitzmagic, kláraði 30 af 50 sendingum sínum fyrir 411 jördum. Hann hefur farið yfir 400 jardana í öllum þremur leikjum tímabilsins.PICK-6! Interception #3 for the @Steelers defense! #HereWeGo : #PITvsTB on ESPN pic.twitter.com/8ks7mxFjU6 — NFL (@NFL) September 25, 2018 Hann kastaði fyrir þremur snertimörkum en það reyndist líka dýrt að hann kastaði þremur boltum frá sér að þessu sinni. Útherjinn Mike Evans geggjaður með 137 jarda og eitt snertimark á sex gripnum boltum. NFL Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sjá meira
Það hefur mikið gengið á utan vallar hjá Pittsburgh Steelers í vetur en í nótt náði liðið að þjappa sér saman inn á vellinum og vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þá fór liðið í sólina til Tampa Bay og vann sætan sigur, 27-30, á sjóðheitum sjóræningjum. LeVeon Bell er ekki enn farinn að spila fyrir Steelers og óljóst hvort hann gerir það. Antonio Brown var með vesen í upphafi vikunnar og svo átti þjálfarinn Mike Tomlin að hafa tapað klefanum. Það var ekki að sjá í nótt. Stóri Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, kláraði 30 af 38 sendingum sínum fyrir 353 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði svo einum bolta frá sér. Ben í banastuði.353 yards. 3 touchdowns. And a @steelers win. Big Ben's BEST PLAYS from #MNF! #PITvsTB#HereWeGopic.twitter.com/byVWKeE94I — NFL (@NFL) September 25, 2018 Antonio Brown mætti ekki á æfingar í upphafi vikunnar en hann skoraði frábært snertimark í leiknum. Ungstirnið JuJu Smith-Schuster átti enn einn 100 jarda leikinn en að þessu sinni greip hann 9 bolta fyrir 116 jördum.Nobody better.@AB84 shakes a tackle and he's got a TOUCHDOWN. #HereWeGo : #PITvsTB on ESPN pic.twitter.com/6esdzs9BES — NFL (@NFL) September 25, 2018 Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Bucs, hefur verið ótrúlegur í upphafi leiktíðar og hann skilaði stórum tölum enn eina ferðina en gerði stór mistök sem kostuðu liðið stig. Fitzpatrick, sem þeir eru byrjaðir að kalla Fitzmagic, kláraði 30 af 50 sendingum sínum fyrir 411 jördum. Hann hefur farið yfir 400 jardana í öllum þremur leikjum tímabilsins.PICK-6! Interception #3 for the @Steelers defense! #HereWeGo : #PITvsTB on ESPN pic.twitter.com/8ks7mxFjU6 — NFL (@NFL) September 25, 2018 Hann kastaði fyrir þremur snertimörkum en það reyndist líka dýrt að hann kastaði þremur boltum frá sér að þessu sinni. Útherjinn Mike Evans geggjaður með 137 jarda og eitt snertimark á sex gripnum boltum.
NFL Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sjá meira