Heimilislaus í London tíu ára gamall en kominn í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2018 22:45 Obada kátur inn í klefa með boltann eftir leik. panthers Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Sjá meira
Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Sjá meira