Þingmenn sammála um nauðsyn aðgerða vegna ópíóða faraldurs Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:14 Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks. Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks.
Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40