Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 11:48 Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“ Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“
Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15