Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 11:48 Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“ Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. Greint var frá því í morgun að Halldóra hafi sagt starfi sínu lausu nú fyrir mánaðamót og að hún muni láta af störfum í lok júní. Hafin er umfangsmikil úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni og verður farið af stað með umbótastarf í kjölfarið. Að sögn Regínu ákvað Halldóra að stíga til hliðar á þessum tímapunkti. „Hún er búin að starfa mjög lengi í barnverndinni, vera hér í 18 ár, og verið stjórnandi frá 2007. Þessi úttekt var samþykkt síðastliðið haust og sett fjármagn í hana á fjárhagsáætlun ársins 2018 og við skrifuðum undir samning við Capacent og RR Ráðgjöf núna í mars. Halldóra ákvað að þetta væri góður tímapunktur til þess að leyfa nýjum aðila að leiða umbótastarf sem farið verður í í kjölfarið á úttektinni,“ segir Regína. Virðir ákvörðun Halldóru um að hætta Hún segir ekki liggja fyrir hver verði ráðinn í starfið eða hvernig verður staðið að ráðningunni, til að mynda hvort starfið verði auglýst. Regína segir eftirsjá af Halldóru. „Já, ég mun sakna Halldóru. Hún er heilsteyptur og traustur fagmaður. Þannig að það er mikil eftirsjá af henni.“ Aðspurð hvort hún skilji þá ákvörðun Halldóru að stíga til hliðar á þessum tímapunkti segir Regína svo vera. „Já, ég virði þessa ákvörðun og skil hana.“ Finna mjög fyrir því að meðferðarúrræðum hefur fækkað mikið Regína segir stefnt að því að klára umrædda úttekt í september. Þá sé stefnt að því að hefja umbótastarfið. „Það mun auðvitað taka einhvern tímann þannig að við viljum gera mjög vandaða og ítarlega greiningu á starfsumhverfinu. Það er þörf á að styrkja og styðja starfsmenn betur því þetta eru mjög krefjandi og erfið störf. Það er mikið álag á starfsmenn og það er ákveðið úrræðaleysi í meðferðarkerfinu hjá Barnaverndarstofu og það hefur áhrif á starfsumhverfið,“ segir Regína. Spurð út í það hvort hluti af þessu umbótastarfi verði hugsanlega það að Reykjavíkurborg mæti þessu úrræðaleysi á einhvern hátt segir Regína að borgin sé vissulega með fjöldann allan af úrræðum á sínum snærum. „En það er klárlega ríkið sem á að sinna meðferðarstarfi og við finnum mjög fyrir því að meðferðarheimilum hefur fækkað á undanförnum árum. Það hafa farið út um 48 meðferðarpláss. Hins vegar er verið að gera góða hluti með að styrkja foreldra á heimilum sínum en það þarf betri vímuefnameðferð fyrir börn og unglinga og það reynir mjög á starfsmenn barnaverndar þegar þessi úrrræði virka ekki. Við viljum svo líka leggja mikla áherslu á forvarnarstarf. Bæði þjónustumiðstöðvar og barnavernd vinna mikið í því en við viljum styrkja það enn frekar.“
Tengdar fréttir Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. 5. apríl 2018 14:44
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15