Innlent

Jóhann Jóhannsson látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhann Jóhannsson er látinn, 48 ára að aldri.
Jóhann Jóhannsson er látinn, 48 ára að aldri. Vísir/Getty
Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Jóhanns. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær að því erRÚV hefur eftir umboðsmanni hans, Tim Huson.

Jóhann hefur á undanförnum árum skapað sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára. Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammyverðlauna fyrir tónlistina.

Árið 2015 var hann einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival.

Jóhann var á árum áður virkur í hljómsveitarlífinu á Ísland í hljómsveitunum Ham og Apparat Organ Quartet en var líklegast best þekktur fyrir kvikmyndatónlist sína. 

„Við erum mjög sorgmædd vegna ótímabærs andláts umbjóðanda okkar og vinar, Jóhanns Jóhannssonar en hans miklu hæfileikar, hógværð og góðmennska auðgaði líf okkar ómælanlega. Tónlist hans var innblástur fjölda nýrra kvikmyndagerðarmanna og tónskálda. Hans verður sárt saknað af Gorfaine/Schwartz fjölskyldunni sem og samfélagi kvikmyndatónskálda,“ segir í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu Jóhanns, Gorfaine/Schwartz Agency.Dánarorsök er ókunn. Jóhann var ókvæntur en lætur eftir sig dóttur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.