Þetta er sýning Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júlí 2018 08:00 Hjálmar flutti aftur til Ástralíu til að læra fjölbragðaglímu og tók yfirleitt þátt í sýningu á tveggja mánaða fresti. Draumurinn er að komast í WWE, á stærsta svið fjölbragðaglímunnar. Fréttablaðið/Ernir Hjálmar Marteinsson er 35 ára Íslendingur sem er fæddur í Ástralíu, leikari að atvinnu og búsettur þessa dagana á Þingeyri og er eini Íslendingurinn sem stundar fjölbragðaglímu (e. wrestling). Móðir hans er íslensk en faðir hans er ástralskur. Gengur hann undir nafninu Einar Ironside á sviði og lærði listina í Ástralíu þar sem hann tók þátt í hinum ýmsu sýningum. Var hann fulltrúi Íslands á sérstöku HM-fjölbragðaglímukvöldi í London í júní. „Þegar ég ólst upp í Ástralíu elskaði ég að fylgjast með fjölbragðaglímu, það var eitthvað við leikræna þáttinn sem dró mig í átt að því og mig dreymdi um að vinna við þetta. Þegar ég flutti fyrst til Íslands var ég alltaf að horfa á myndbönd og hugsa að ég þyrfti að láta drauminn rætast. Annars myndi ég sjá eftir því síðar að hafa ekki slegið til,“ segir Hjálmar sem flutti aftur til Ástralíu til að eltast við drauminn. „Það var enginn staður á Íslandi til að læra þetta svo ég flutti aftur til Ástralíu og æfði þar. Þar keppti ég yfirleitt á tveggja mánaða fresti og vann þess á milli sem leikari. Ég var búinn að ákveða að koma aftur til Íslands þegar þeir fóru að leita að íslenskum fjölbragðaglímukappa fyrir HM-þemakvöld í London. Ég átti aldrei von á að keppa fyrir hönd Íslands,“ sagði hann hlæjandi. „Það gekk bara vel, ég tapaði að vísu en það var kallað eftir því að ég kæmi aftur.“ Þrátt fyrir að þetta sé leikþáttur segir hann að það sé oft sem kvöldin séu sársaukafull. „Það er óumflýjanlegt að meiða sig í þessu, undirbúningurinn fer mikið í að læra að bregðast við höggum og byggja upp líkamlegan styrk. Ég hef fengið ljóta marbletti og ansi ljót og blóðug sár í hringnum,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Þú þarft að geta haldið áfram þegar kvöldin verða erfið, ef þú meiðist þarftu að halda áfram þar til í lokin. Ég lenti í því að rífa liðbönd í hnénu eitt kvöldið og þurfti að halda áfram, áhorfendurnir borguðu fyrir sýningu og þú vilt láta þá fá eitthvað fyrir peninginn. Tuttugu mínútum seinna, þegar adrenalínið var farið, þá gat ég varla labbað.“ Hann segist fá mismunandi viðbrögð þegar hann segist vera fjölbragðaglímukappi. „Það hefur ekki þótt mjög svalt að líka við fjölbragðaglímu en fólk sem skilur hugmyndina elskar þetta. Það hafa ekki margir á Íslandi sýnt þessu áhuga ef ég á að vera hreinskilinn. Fólk tekur þessu ekki alvarlega en þannig er lífið. Þetta er sýning, í raun eins og að fara í leikhús og ég hef unnið með alveg ótrúlega hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina.“ Hann ætlar að taka þátt í bardagakvöldum í Evrópu á næstunni en draumurinn er að komast í WWE í Bandaríkjunum einn daginn. „Það er draumurinn, þetta er lítið samfélag og ég kannast aðeins við aðila sem eru þar. Það eru yfirleitt aðilar frá þeim á flestum kvöldum og vonandi fæ ég að komast á reynslu þar einn daginn.“ Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira
Hjálmar Marteinsson er 35 ára Íslendingur sem er fæddur í Ástralíu, leikari að atvinnu og búsettur þessa dagana á Þingeyri og er eini Íslendingurinn sem stundar fjölbragðaglímu (e. wrestling). Móðir hans er íslensk en faðir hans er ástralskur. Gengur hann undir nafninu Einar Ironside á sviði og lærði listina í Ástralíu þar sem hann tók þátt í hinum ýmsu sýningum. Var hann fulltrúi Íslands á sérstöku HM-fjölbragðaglímukvöldi í London í júní. „Þegar ég ólst upp í Ástralíu elskaði ég að fylgjast með fjölbragðaglímu, það var eitthvað við leikræna þáttinn sem dró mig í átt að því og mig dreymdi um að vinna við þetta. Þegar ég flutti fyrst til Íslands var ég alltaf að horfa á myndbönd og hugsa að ég þyrfti að láta drauminn rætast. Annars myndi ég sjá eftir því síðar að hafa ekki slegið til,“ segir Hjálmar sem flutti aftur til Ástralíu til að eltast við drauminn. „Það var enginn staður á Íslandi til að læra þetta svo ég flutti aftur til Ástralíu og æfði þar. Þar keppti ég yfirleitt á tveggja mánaða fresti og vann þess á milli sem leikari. Ég var búinn að ákveða að koma aftur til Íslands þegar þeir fóru að leita að íslenskum fjölbragðaglímukappa fyrir HM-þemakvöld í London. Ég átti aldrei von á að keppa fyrir hönd Íslands,“ sagði hann hlæjandi. „Það gekk bara vel, ég tapaði að vísu en það var kallað eftir því að ég kæmi aftur.“ Þrátt fyrir að þetta sé leikþáttur segir hann að það sé oft sem kvöldin séu sársaukafull. „Það er óumflýjanlegt að meiða sig í þessu, undirbúningurinn fer mikið í að læra að bregðast við höggum og byggja upp líkamlegan styrk. Ég hef fengið ljóta marbletti og ansi ljót og blóðug sár í hringnum,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Þú þarft að geta haldið áfram þegar kvöldin verða erfið, ef þú meiðist þarftu að halda áfram þar til í lokin. Ég lenti í því að rífa liðbönd í hnénu eitt kvöldið og þurfti að halda áfram, áhorfendurnir borguðu fyrir sýningu og þú vilt láta þá fá eitthvað fyrir peninginn. Tuttugu mínútum seinna, þegar adrenalínið var farið, þá gat ég varla labbað.“ Hann segist fá mismunandi viðbrögð þegar hann segist vera fjölbragðaglímukappi. „Það hefur ekki þótt mjög svalt að líka við fjölbragðaglímu en fólk sem skilur hugmyndina elskar þetta. Það hafa ekki margir á Íslandi sýnt þessu áhuga ef ég á að vera hreinskilinn. Fólk tekur þessu ekki alvarlega en þannig er lífið. Þetta er sýning, í raun eins og að fara í leikhús og ég hef unnið með alveg ótrúlega hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina.“ Hann ætlar að taka þátt í bardagakvöldum í Evrópu á næstunni en draumurinn er að komast í WWE í Bandaríkjunum einn daginn. „Það er draumurinn, þetta er lítið samfélag og ég kannast aðeins við aðila sem eru þar. Það eru yfirleitt aðilar frá þeim á flestum kvöldum og vonandi fæ ég að komast á reynslu þar einn daginn.“
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira