Pútín á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2018 01:00 Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel. Flóahreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel.
Flóahreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira