Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.
FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN
(by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb
— NFL (@NFL) November 26, 2018
New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10.
Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.
FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs
— NFL (@NFL) November 25, 2018
Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta.
Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.
FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C
— NFL (@NFL) November 26, 2018
Úrslit:
Minnesota-Green Bay 24-17
Baltimore-Oakland 34-17
Buffalo-Jacksonville 24-21
Carolina-Seattle 27-30
Cincinnati-Cleveland 20-35
NY Jets-New England 13-27
Philadelphia-NY Giants 25-22
Tampa Bay-San Francisco 27-9
LA Chargers-Arizona 45-10
Indianapolis-Miami 27-24
Denver-Pittsburgh 24-17
Í nótt:
Houston Texans - Tennessee Titans
Staðan í NFL-deildinni.