Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Við höfnina í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Vísir/stefán „Þetta hefur aldrei verið gert áður,“ segir Ingólfur Benediktsson, varaoddviti Árneshrepps, þar sem hreppsnefndin samþykkti á miðvikudag framlagða kjörskrá með sérstökum fyrirvara. Ingólfur segir fyrirvarann hafa verið settan að kröfu starfsmanns Þjóðskrár sem undanfarið hefur kannað lögheimilisskráningar í Árneshreppi. Í fyrrahaust áttu 46 lögheimili í hreppnum en að sögn Ingólfs eru samkvæmt nýju kjörskránni nú 63 – eða sem svarar til fjölda alþingismanna. „Ég get ekki svarað þessu þó að ég sé formaður kjörstjórnar. Þetta hefur aldrei í sögunni verið gert fyrr enda er alltaf sú heimild að breyta kjörskránni fram að kjördegi,“ segir Ingólfur spurður um hvaða þýðingu fyrirvarinn við kjörskrána hafi. Hann telji að heimildin til að breyta kjörskrá sé hugsuð til að að koma fólki inn á skrána en ekki út af henni eins og nú virtist vera upp á teningnum. Varaoddvitinn neitar því ekki að mikil fjölgun í lögheimilisskráningum í hreppnum á undanförnum vikum skýrist af hörðum deilum um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Eins og annars staðar verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar í Árneshreppi laugar daginn 26. maí.Sjá einnig: Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi „Það getur vel verið að þetta fólk sem er að flytja í hreppinn sé að koma hingað til að kjósa og það held ég að hljóti náttúrlega að vera – en ég veit ekki hvað það ætlar að kjósa,“ segir Ingólfur sem sjálfur er einn tveggja núverandi hreppsnefndarmanna sem lýst hafa andstöðu við Hvalárvirkjun og greiddi atkvæði á móti þegar meirihlutinn samþykkti í lok janúar að aðal- og deiliskipulagi væri breytt svo unnt væri að hefja undirbúning að virkjuninni. Fram hefur komið að aðeins um þrjátíu manns af þeim 46 sem lögheimili áttu í Árneshreppi í fyrrahaust bjuggu þar í vetur. Aðspurður segir Ingólfur aldrei hafa verið gerðar athugasemdir við lögheimilis skráningar þess hóps sem ekki býr í hreppnum að vetrarlagi. „Ég hef verið í kjörstjórn lengi og séð í kjörskránni fullt af nöfnum af hinum ýmsum bæjum sem maður veit ekki nákvæmlega hver eru en hafa skráð lögheimili sitt hér.“ Kjörskráin liggur nú frammi í Kaupfélagshúsinu á Norðurfirði og getur almenningur skoðað hana þar og eftir atvikum gert athugasemdir til Þjóðskrár. Um hlutverk hreppsnefndar varðandi framhald Hvalárvirkjunarmálsins segir Ingólfur mikilvægar ákvarðanir enn fram undan. „Það á nánast eftir að samþykkja alla virkjunina, það ferli er allt eftir. Það er aðeins búið að fara í gegn um fyrstu umferð varðandi breytingu á skipulaginu fyrir vegagerð upp að virkjunarsvæðinu. Og það er ekki búið að klára það ferli einu sinni,“ útskýrir varaoddvitinn. Hvalárvirkjun Vesturverk, sem HS Orka er aðaleigandi að, hyggst byggja Hvalárvirkjun. Áætlað er að virkjunin verði 55 megavött og skili 320 gígavattstundum rafmagns á ári. Framkvæmdin felur meðal annars í sér fjórar 19 til 33 metra háar stíflur með tilheyrandi lónum á vatnasvæðinu ofan Ófeigsfjarðar. Frárennslisgöng virkjunarinnar opnast skammt ofan ósa Hvalár. Þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum í Árneshreppi samþykktu í lok janúar á þessu ári breytingar á aðal- og deiliskipulagi svo unnt sé að hefja undirbúning að Hvalárvirkjun. Rafmagn úr virkjuninni verður flutt með háspennulínum um Ófeigsfjarðarheiði yfir í Ísafjarðardjúp. Virkjunin er sögð auka orkuöryggi á Vestfjörðum. Málið er nú til skoðunar hjá Skipulagsstofnun sem þegar hefur sagt varðandi umhverfisáhrifin að framkvæmdin minnki óskert víðerni á Vestfjörðum um 14 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
„Þetta hefur aldrei verið gert áður,“ segir Ingólfur Benediktsson, varaoddviti Árneshrepps, þar sem hreppsnefndin samþykkti á miðvikudag framlagða kjörskrá með sérstökum fyrirvara. Ingólfur segir fyrirvarann hafa verið settan að kröfu starfsmanns Þjóðskrár sem undanfarið hefur kannað lögheimilisskráningar í Árneshreppi. Í fyrrahaust áttu 46 lögheimili í hreppnum en að sögn Ingólfs eru samkvæmt nýju kjörskránni nú 63 – eða sem svarar til fjölda alþingismanna. „Ég get ekki svarað þessu þó að ég sé formaður kjörstjórnar. Þetta hefur aldrei í sögunni verið gert fyrr enda er alltaf sú heimild að breyta kjörskránni fram að kjördegi,“ segir Ingólfur spurður um hvaða þýðingu fyrirvarinn við kjörskrána hafi. Hann telji að heimildin til að breyta kjörskrá sé hugsuð til að að koma fólki inn á skrána en ekki út af henni eins og nú virtist vera upp á teningnum. Varaoddvitinn neitar því ekki að mikil fjölgun í lögheimilisskráningum í hreppnum á undanförnum vikum skýrist af hörðum deilum um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Eins og annars staðar verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar í Árneshreppi laugar daginn 26. maí.Sjá einnig: Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi „Það getur vel verið að þetta fólk sem er að flytja í hreppinn sé að koma hingað til að kjósa og það held ég að hljóti náttúrlega að vera – en ég veit ekki hvað það ætlar að kjósa,“ segir Ingólfur sem sjálfur er einn tveggja núverandi hreppsnefndarmanna sem lýst hafa andstöðu við Hvalárvirkjun og greiddi atkvæði á móti þegar meirihlutinn samþykkti í lok janúar að aðal- og deiliskipulagi væri breytt svo unnt væri að hefja undirbúning að virkjuninni. Fram hefur komið að aðeins um þrjátíu manns af þeim 46 sem lögheimili áttu í Árneshreppi í fyrrahaust bjuggu þar í vetur. Aðspurður segir Ingólfur aldrei hafa verið gerðar athugasemdir við lögheimilis skráningar þess hóps sem ekki býr í hreppnum að vetrarlagi. „Ég hef verið í kjörstjórn lengi og séð í kjörskránni fullt af nöfnum af hinum ýmsum bæjum sem maður veit ekki nákvæmlega hver eru en hafa skráð lögheimili sitt hér.“ Kjörskráin liggur nú frammi í Kaupfélagshúsinu á Norðurfirði og getur almenningur skoðað hana þar og eftir atvikum gert athugasemdir til Þjóðskrár. Um hlutverk hreppsnefndar varðandi framhald Hvalárvirkjunarmálsins segir Ingólfur mikilvægar ákvarðanir enn fram undan. „Það á nánast eftir að samþykkja alla virkjunina, það ferli er allt eftir. Það er aðeins búið að fara í gegn um fyrstu umferð varðandi breytingu á skipulaginu fyrir vegagerð upp að virkjunarsvæðinu. Og það er ekki búið að klára það ferli einu sinni,“ útskýrir varaoddvitinn. Hvalárvirkjun Vesturverk, sem HS Orka er aðaleigandi að, hyggst byggja Hvalárvirkjun. Áætlað er að virkjunin verði 55 megavött og skili 320 gígavattstundum rafmagns á ári. Framkvæmdin felur meðal annars í sér fjórar 19 til 33 metra háar stíflur með tilheyrandi lónum á vatnasvæðinu ofan Ófeigsfjarðar. Frárennslisgöng virkjunarinnar opnast skammt ofan ósa Hvalár. Þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum í Árneshreppi samþykktu í lok janúar á þessu ári breytingar á aðal- og deiliskipulagi svo unnt sé að hefja undirbúning að Hvalárvirkjun. Rafmagn úr virkjuninni verður flutt með háspennulínum um Ófeigsfjarðarheiði yfir í Ísafjarðardjúp. Virkjunin er sögð auka orkuöryggi á Vestfjörðum. Málið er nú til skoðunar hjá Skipulagsstofnun sem þegar hefur sagt varðandi umhverfisáhrifin að framkvæmdin minnki óskert víðerni á Vestfjörðum um 14 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56