Segir mikinn missi vera að Bourdain Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 10:00 Anthony Bourdain gerði sjónvarpsþætti um framandi mat. Vísir/AP Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira