Fyrrverandi „Kaupþingsprins“ selur 240 milljóna glæsivillu í Skerjafirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:30 Húsið er allt hið glæsilegasta. Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun
Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11
Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00
Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01
Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45