Juncker segir Brexit vera harmleik Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 09:33 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel. Getty/Sean Gallup Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika. Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika.
Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Sjá meira
May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57
Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46