Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2025 12:06 Alexander Eichwald í pontu á stofnfundi ungliðahreyfingar AfD í Giessen um helgina. Óljóst er hvort hann hafi verið alvara með Hitler-tilburðum sínum eða hvort ræðan hafi verið háðsádeila. AfDTV Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira