Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 23:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á ríkisstjórnarfundi fyrr í kvöld. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“ gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. „Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
„Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira