Lífið

Gwyneth Paltrow birtir myndir úr brúðkaupi sínu

Sylvía Hall skrifar
Gwyneth Paltrow hefur fundið ástina í örmum Brad Falchuk.
Gwyneth Paltrow hefur fundið ástina í örmum Brad Falchuk. Instagram
Leikkonan Gwyneth Paltrow gekk að eiga unnusta sinn Brad Falchuk á heimili Paltrow í New York þann 29. september síðastliðinn. Á meðal gesta voru Steven Spielberg og Cameron Diaz.

Paltrow og Falchuk kynntust við tökur á sjónvarpsþáttunum Glee árið 2014 en Falchuk er einn höfunda þáttarins og fór Paltrow með hlutverk í þáttunum um skeið.

Paltrow var áður gift söngvaranum Chris Martin úr hljómsveitinni Coldplay en þau skildu árið 2014 eftir tíu ára hjónaband og eiga þau tvö börn saman. Nú hefur Paltrow birt myndir úr brúðkaupinu á síðu sinni The Goop sem og á Instagram undir myllumerkinu #TheFaltrows. 
 
 
View this post on Instagram
@gwynethpaltrow simply stunning in her @maisonvalentino dress! #thefaltrows : @goop

A post shared by Bride and Breakfast (@brideandbreakfast) on Nov 2, 2018 at 7:05pm PDT


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.