Ótækt að setja kvóta á mannréttindi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2018 19:30 Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira