Ótækt að setja kvóta á mannréttindi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2018 19:30 Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira