Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. Vélarbilun varð í skipinu í gær.
Annar hvalbátur dró hann upp undir Akranes þangað sem komið var í gærkvöldi, en vegna anna í Reykjavíkurhöfn komst Magni ekki í verkefnið fyrr en snemma í morgun.
Hitt hvalveiðiskipið beið hjá því bilaða uns Magni hafði tekið það í og eru þau væntanleg í Hvalstöðina í Hvalfirði um klukkan ellefu.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Magni dregur Hvali að landi, en tveir hvalir eru á síðu hvalveiðiskipsins.
Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð
Gissur Sigurðsson skrifar
