Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn: „Þetta er orðið hluti af leiknum í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2018 15:52 Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn. pjetur Sigurðsson Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira