Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn: „Þetta er orðið hluti af leiknum í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2018 15:52 Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn. pjetur Sigurðsson Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“ Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira