Lögreglufulltrúinn fær lægri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 15:34 Hæstiréttur er harðorður í garð lögreglustjóra í dómi sínum. Fréttablaðið/Anton Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira