María Birta í stórmynd Quentins Tarantino Benedikt Bóas skrifar 7. nóvember 2018 08:30 María Birta er að gera góða hluti. Hér fyrir aftan eru aðalleikararnir að fá leiðbeiningar frá Tarantino. Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir, fékk hlutverk í nýjustu mynd Quentins Tarantino. Myndin kallast Once Upon a Time in Hollywood og fjallar um morðið á Sharon Tate sem Manson-klíkan framdi. Fjölmargar ofurstjörnur Hollywood munu leika í myndinni en Margot Robbie mun leika Tate, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika félagana Cliff Booth og Rick Dalton sem búa við hlið Tate í Hollywood. „Ég fékk þann mikla heiður að fá að taka þátt í þessu meistaraverki og er búin í tökum,“ segir María Birta.Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í myndinnivísir/gettyEðlilega getur hún ekki rætt frekar um hlutverkið eða annað sem viðkemur myndinni. Á vef IMDb kemur fram að María muni leika Playboy-kanínu ásamt þeim Natalie Cohen, Kerry Westcott og Courtney M. Moore. Þær hafa allar farið með smáhlutverk í nokkrum stórmyndum. Fyrir utan þau sem fara með aðalhlutverkið er valinn maður í hverju rúmi. Dakota Fanning, Kurt Russell, Al Pacino, Timothy Olyphant, Lena Dunham, Luke Perry, Tim Roth og Damian Lewis svo nokkrir séu nefndir auk þeirra reglulegu gesta sem leika í myndum Tarantinos. Þá er Rumer Willis, dóttir þeirra Bruce Willis og Demi Moore, með hlutverk sem og Maya Hawke, dóttir þeirra Umu Thurman og Ethans Hawke. Once Upon a Time in Hollywood er beðið með gríðarlegri eftirvæntingu enda vekja myndir Tarantinos venjulega mikla athygli og umtal. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir María Birta vann Einkamálsmálið María Birta Bjarnadóttir leikkona fékk 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna auglýsingar sem birtist á Einkamál.is. 15. júlí 2013 12:23 María Birta á leiðinni til Dr. Phil Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta verður á áhorfendapöllunum hjá stjörnusálfræðingnum Dr. Phil í dag. 25. ágúst 2015 10:07 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir, fékk hlutverk í nýjustu mynd Quentins Tarantino. Myndin kallast Once Upon a Time in Hollywood og fjallar um morðið á Sharon Tate sem Manson-klíkan framdi. Fjölmargar ofurstjörnur Hollywood munu leika í myndinni en Margot Robbie mun leika Tate, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika félagana Cliff Booth og Rick Dalton sem búa við hlið Tate í Hollywood. „Ég fékk þann mikla heiður að fá að taka þátt í þessu meistaraverki og er búin í tökum,“ segir María Birta.Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í myndinnivísir/gettyEðlilega getur hún ekki rætt frekar um hlutverkið eða annað sem viðkemur myndinni. Á vef IMDb kemur fram að María muni leika Playboy-kanínu ásamt þeim Natalie Cohen, Kerry Westcott og Courtney M. Moore. Þær hafa allar farið með smáhlutverk í nokkrum stórmyndum. Fyrir utan þau sem fara með aðalhlutverkið er valinn maður í hverju rúmi. Dakota Fanning, Kurt Russell, Al Pacino, Timothy Olyphant, Lena Dunham, Luke Perry, Tim Roth og Damian Lewis svo nokkrir séu nefndir auk þeirra reglulegu gesta sem leika í myndum Tarantinos. Þá er Rumer Willis, dóttir þeirra Bruce Willis og Demi Moore, með hlutverk sem og Maya Hawke, dóttir þeirra Umu Thurman og Ethans Hawke. Once Upon a Time in Hollywood er beðið með gríðarlegri eftirvæntingu enda vekja myndir Tarantinos venjulega mikla athygli og umtal.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir María Birta vann Einkamálsmálið María Birta Bjarnadóttir leikkona fékk 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna auglýsingar sem birtist á Einkamál.is. 15. júlí 2013 12:23 María Birta á leiðinni til Dr. Phil Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta verður á áhorfendapöllunum hjá stjörnusálfræðingnum Dr. Phil í dag. 25. ágúst 2015 10:07 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
María Birta vann Einkamálsmálið María Birta Bjarnadóttir leikkona fékk 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna auglýsingar sem birtist á Einkamál.is. 15. júlí 2013 12:23
María Birta á leiðinni til Dr. Phil Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta verður á áhorfendapöllunum hjá stjörnusálfræðingnum Dr. Phil í dag. 25. ágúst 2015 10:07